Það er skemmtilegt að segja frá því að fyrsta mótið á vegum FSÍ var haldið um helgina eftir mjög langa bið vegna Covid.
Tvö elstu liðin okkar fóru á Akranes að keppa á GK mótinu.
Bæði liðin stóðu sig einstaklega vel og sigruðu fjölda markmiða sem þau settu sér.
Úrslit:
Strákarnir enduðu í 1. sæti á mótinu með einkunina 39.160. 1. sæti í dansi, 1. sæti í dýnustökkum og 2. sæti á trampolíni.
Stelpurnar enduðu í 8. sæti á mótínu með einkunina 42.095. 8. sæti í dansi, 7 og 8. sæti í dýnustökkum og 7. sæti á trampolíni.
Þetta er allt ungt og efnilegt fimleikafólk sem verður gaman að fylgjast með í vetur.
Drengjaliðið keppir í flokki sem heitir KKE og er eldri strákadeildin eða drengir á aldrinum 13 til 15 ára. Þeir uðru bikarmeistarar þegar þeir kepptu í yngri deildinni.
Stelpurnar keppa í 2. flokk. Þessi flokkur eru stelpur á aldrinum 14 og 15 ára. Stelpurnar okkar standa sig mjög vel á æfingum og eru alltaf að bæta sig.