Mosóskokk – Nýliðanámskeið og nýliðavikur

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar, Óflokkað

Nýliðanámskeið – Hlaupahópur Aftureldingar – Mosóskokk

5 vikur af markvissum hlaupaæfinum, fræðslu og styrk fyrir alla sem vilja byrja að hlaupa eða eru að koma sér af stað eftir hlé.

22. apríl til 24. maí 2025 – 3 æfingar í viku:

Mánudagar og miðvikudagar kl. 17:30 og laugardagar kl. 9:00

ATH byrjum þriðjudaginn 22. apríl kl. 17:30 við Íþróttamiðstöðina Varmá.

Þetta færðu á námskeiðinu:

✔ Markvissar hlaupaæfingar fyrir byrjendur
✔ Hlaupatækni, öndun og líkamsbeiting
✔ Styrktar- og teygjuæfingar
✔ Fræðslu um búnað, meiðslavarnir og fleira
✔ Frábæran félagsskap og stuðning

Þjálfari: Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir (Gurrý)

ÍAK einkaþjálfari – hlaupa- og styrktarþjálfari – íþróttakennari
Gurrý brennur fyrir að hjálpa fólki að finna gleðina í hlaupunum og byggja upp sterkan grunn.

Hún hefur keppt í fjölda hlaupa, bæði ultra og styttri vegalengdum.

Skráning og nánari upplýsingar:

📧 Skráning á www.aftureling.is/frjalsar
🌐 Mosóskokk – hlaupahópur Aftureldingar á Facebook
🔗 www.afturelding.is/frjalsar/hlaupahopur

  • Með fyrirvara um að næg þátttaka verði.

💰 Verð: 20.000 kr.

 

NÝLIÐAVIKUR Í MOSÓSKOKKI

📅 Tvær nýliðavikur: 21. apríl – 3. maí 2025 – Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 og á laugardögum kl. 9:00. Æfingar hefjast við íþróttamiðstöðina við Varmá.

Ef þú ert að hlaupa og langar að prófa að hlaupa með skemmtilegum hóp án skuldbindingar er tækifærið núna! Komdu og prófaðu að hlaupa með Mosóskokki – engin skráning nauðsynleg, bara að mæta.

✔ Þjálfari á staðnum
✔ Skemmtilegar og aðgengilegar æfingar
✔ Kynning á starfinu og andrúmsloftinu