Þórdís María – Nýr rekstrarstjóri Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingÓflokkað

Þórdís María Aikman hefur verið ráðin rekstrarstjóri Aftureldingar. Þórdís er þrítugur Mosfellingur, rekstrarverkfræðingur að mennt og kemur til félagsins frá Omnom þar sem hún hefur gengt stöðu rekstrarstjóra undanfarin ár. Þórdís hefur einnig starfað sem kennari á afrekssviði Borgarholtsskóla, þjálfari hjá World Class og knattspyrnuþjálfari hjá Val. Þórdís varði á árum áður markið hjá Þrótti, Val og Aftureldingu en hún á einnig leiki að baki leiki fyrir yngri landslið Íslands í knattspyrnu.

 

“Ég hlakka mikið til þess að hefja störf hjá Aftureldingu. Íþróttir og hreyfing eru mér allt og því eru það mikil forréttindi að fá að vera hluti af þeirri frábæru uppbyggingu sem er að eiga sér stað hjá klúbbnum”

Þórdís er frábær viðbót við skrifstofu félagsins og tekur hún formlega til starfa í haust