22.-24.apríl ÍM 50, Laugardalslaug
Hópar: Lágmörk
Næstu helgi verður Íslandsmeistaramótið í 50m laug haldið í Laugardalslauginni. Tveir sundmenn úr Aftureldingu náðu lágmörkum fyrir mótið að þessu sinni. Fyrir hádegi á laugardaginn keppir Aþena í 100m baksundi og 50m bringusundi. Fyrir hádegi á sunnudaginn keppir Hilmir Hrafn í 200m bringusundi og Aþena í 50m baksundi. Auk þess verðum við með boðsundsveit í 4x50m skriðsundi sem fer fram á sunnudaginn. Sveitina skipa Hilmir Hrafn, Katrín, Aþena og Jón Goði.
Hvetjum alla til að kíkja í Laugardalslaugina um næstu helgi og hvetja sundfólkið okkar.
29.apríl: Keila og Pizza (breyting á dagsetningu)
Við ætlum að hrista saman sundhópana og stefnan er tekin á Keiluhöllina 29. apríl kl.18:00. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir. Að keiluleik loknum munum við gæða okkur á pizzu.
Sunddeildin mun bjóða iðkendum í keilu og pizzu. Þjálfarar munu taka niður skráningu, skráningarblöð verða send heim með börnunum og á henni á að vera lokið 25.apríl.
6.-8. maí: Landsbankamót ÍRB í Keflavík
Hópar: Gull-yngri, Silfur, Brons og Höfrungar (12 ára og yngri)
Þetta mót er virkilega skemmtilegt og sett upp sem kennslumót fyrir yngri sundmennina. Við stefnum því á að fara með sem flesta af okkar sundmönnum 12 ára og yngri.
Líkt og fyrri ár munu 8 ára og yngri synda á föstudeginum og stefnum við á að fara með þau í dagsferð til Keflavíkur og koma aftur um kvöldið. Keppt verður í 25m greinum og að keppni lokinni verður Sjóræningjaleikur þar sem þátttakendur leita að gulli. Þátttökupeningar verða afhentir öllum sundmönnum 8 ára og yngri sem synda á föstudeginum.
Sundmenn 9-12 ára keppa á laugardeginum fyrir hádegi en á sunnudeginum eftir hádegi. Gisting og fæði verða í boði í Holtaskóla sem er við hlið laugarinnar og inni í gistipakkanum er bíóferð.
12.maí: Dósasöfnun – kannski ein söfnun fyrr sem verður auglýst vel.
Hópar: Allir
Mæting við Áhaldahús Mosfellsbæjar kl 18:00. Söfnunin fer fram á milli kl 18 og 20. Sundmennirnir fá 60% af ágóðanum. Við vonumst til að sjá sem flesta foreldra með í þessa vinnu fyrir börnin.
21.-22.maí: Vormót Breiðabliks
Hópar: Allir
Haldið í 25m innilaug í Kópavogi. Vinsælt mót hjá okkar sundfólki sem þau hafa beðið lengi eftir. Frekari upplýsingar þegar nær dregur.
27.-29.maí: Akranesleikar
Hópar: Gull, Silfur og Brons
Keppt verður í Jaðarsbakkalaug á Akranesi sem er 25 metra laug með 5 brautum. Mótið er stigakeppni milli félaga, þar sem fimm fyrstu keppendur í hverjum aldursflokki í hverri grein fá stig.
Eins og áður verður boðið upp á gistingu í Grundaskóla sem er stutt frá lauginni. Allur matur verður einnig framreiddur í Grundaskóla.
Á þessu móti er síðasti séns til að ná lágmörgum fyrir AMÍ 🙂
Mánudagur 6.júní: Sundsýning í Lágafellslaug og grill á eftir
Hópar: Allir
Við stefnum á að hafa Sundsýningu Aftueldingar mánudaginn 6.júní í Lágafellslaug. Að sýningu lokinni verður lokahóf þar sem við grillum og veittar verða viðurkenningar. Við bjóðum fjölskyldu og vini velkomin á sýninguna.
23.-26.júní: AMÍ á Akranesi
Hópar: Lágmörk
Eins og áður er Aldursflokkameistaramótið síðasta mótið á tímabilinu. Að þessu sinni fer það fram á Akranesi í 25m útilaug. Allir sundmenn sem náð hafa lágmörkum fyrir mótið hafa tök á að keppa.
Hvetjum alla til að taka þátt í sem flestum þessara viðburða.
Sigrún H. yfirþjálfari. (S.772-5493)