Ákveðið hefur verið að 2. Landsmót 50+ verði haldið í Mosfellsbæ helgina 8.-10. júní 2012. Mótið verður samstarfsverkefni UMFÍ, Aftureldingar, Mosfellsbæjar og fleiri aðila. Landsmótsnefnd hefur verið skipuð og hefur hún þegar hafið störf. Fulltrúar Aftureldingar í Landsmótsnefnd eru Guðjón Helgason, varaformaður aðalstjórnar Aftureldingar og Helga Jóhannesdóttir gjaldkeri aðalstjórnar. Helga gegnir einnig starfi gjaldkera Landsmótsnefndar.
