Síðast liðnar tvær helgar fór fram Haustmót í Teamgym og stóðu liðin sig frábærlega! Lið frá Aftureldingu eru í sætum meðal bestu liðanna á landinu og erum við gríðarlega stolt af iðkendum og þjálfurum og óskum þeim innilega til hamingju.
Við sendum frá okkur 5 lið
4 Flokk 1
3 Flokk 1 og 2
2 Flokk
KK yngri,
Í 4. Flokk voru margir sem voru að fara á sitt fyrsta mót og gekk þeim mjög vel en þar var hæsta einkunn þeirra í dansi. Þau fengu 12.750 stig þar. Allt í allt lentu þau í 13 sæti af 23 liðum.
- Flokkurinn stóð sig einnig mjög vel og sendum við frá okkur 2 lið í þeim flokki. Lið B stóð sig mjög vel en hæsta einkunn þeirra var í dansi þar sem þau fengu 12.050. A liðið Lenti í 5. Sæti af 18 liðum með 38.570 stig í heildina sem er bæting um 3.8 og skilar þeim í A deild út keppnistímabilið.
- flokkur tók einnig 5. Sætið af 12 liðum sem er virkileg flottur árangur í þessum flokki og er það mikil bæting en fyrir ári síðan voru þær í 10. sæti. það er bæting um 4.0 stig
Stákarnir okkar í KK yngri lentu í 2. Sæti og bættu sig um 1.5 stig frá síðasta móti. Þeir toppuðu sig á trampólini og voru með hæstu einkunn þar í sínum flokki.