Þrír leikir og þrír sigrar hjá Blakdeildinni

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Þrjú Aftureldingarlið áttu leik á miðvikudagskvöldið. Afturelding B í 1.deild karla fékk topplið deildarinnar , HK B í heimsók og unnu þá sannfærandi 3-0 að Varmá. Strax á eftir spilaði Afturelding X í 1.deild kvenna við Álftanes 2 og þar urðu úrslitin þau sömu. Sannfærandi 3-0 sigur.

Í Mizunodeild kvenna spilaði Afturelding við Þrótt Reykjavík í Laugardalshöll og unnu þær sinn leik 1-3 og eru enn ósigraðar í deildinni.  Stigahæst í leik kvöldsins var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 24 stig. Glæsilegt kvöld hjá okkar fólki og sitja öll liðin okkar í efstu sætum sinna deilda.