Ósigraðar í 1.deild kvenna

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Blaksamband Íslands ákvað að þau félög sem væru með lið í úrvalsdeildum væri heimilt að senda B lið  til keppni í 1.deildum karla og kvenna, Þau lið eru því skipuð ungum leikmönnum sem ekki eru að spila alla leiki í úrvalsdeildum sinna félaga og hugsunin að þau fái þarna leikreynslu. Afturelding er með B-lið bæði í 1.deild karla og kvenna og eru þau að standa sig vel. Afturelding B í 1.deild kvenna er ósigrað ennþá því þær sóttu Ými heim sem einnig var ósigrað og unnu þær í oddahrinu 2-3 eftir kaflaskiptan leik í dag.  Eftir leiki dagsins á Afturelding lið í 2. og 3.sæti  í 1.deild kvenna en bæði liðin eiga leiki til góða á efsta liðið.