Elfa Sif og Kristín Gyða semja við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Þær Kristín Gyða Davíðsdóttir og Elfa Sif Hlynsdóttir skrifuðu á dögunum undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk kvenna til loka árs 2021.

Kristín Gyða er fædd árið 2003 og kom við sögu í tveimur leikjum í Inkasso deild kvenna síðastliðið sumar, þá hefur hún verið í æfinga- og leikmannahóp félagsins frá byrjun þessa árs.

Elfa Sif er fædd árið 2004 og hefur sömuleiðis verið með liðinu frá byrjun þessa árs, þar að auki hefur hún komið við sögu í fjórum leikjum í Inkasso deild kvenna sumarið 2019. Elfa Sif byrjaði tvo leiki og kom inn af bekknum í tveimur leikjum.

Um er að ræða tvo fjölhæfa leikmenn sem geta spilað flest allar stöður á vellinum.

Það er Aftureldingu sönn ánægja að semja við tvær ungar og uppaldnar stúlkur, við erum stolt af því að gefa ungum leikmönnum tækifæri í meistaraflokki og eiga þær Kristín Gyða og Elfa Sif eftir að spila stór hlutverk fyrir félagið á komandi árum.