Grand Prix meistarar

Karatedeild Aftureldingar Karate

Um helgina fór fram uppskeruhátíð Karatesambands Íslands þar sem verðlaunahafar í samanlagðri Grand Prix mótaröðinni eru verðlaunaðir. Grand Prix mótin eru þrjú yfir árið, og er keppt í aldursflokkum í kata og kumite. Gefin eru 10 stig fyrir 1. sæti, 8 stig fyrir 2. sæti og 6 stig fyrir 3. sæti. Landsliðsfólkið okkar, Oddný og Þórður gerðu sér lítið fyrir og unnu sína flokka með 30 stigum eða fyrsta sætið í öllum mótunum og eru því Grand Prix meistarar í sínum flokkum í kata. Dóra Þórarinsdóttir stóð sig með prýði í öllum mótunum lenti hún í 2. sæti í samanlögðu í flokki 12 ára með 26 stig. Sérstaklega góður árangur hjá henni en hún er á sínu fyrsta keppnisári.

Þá er öllum mótum á árinu 2019 lokið og eru iðkendur Aftureldingar með óteljandi verðlaun eftir árið. Þórður flyst nú upp í fullorðinsflokk en þar eru fleiri og öflugari andstæðingar við að etja.

Á myndinni hér að ofan má sjá Þórð, Oddnýju og Dóru.