Ingvar nýr þjálfari í Hjóladeild Aftureldingar

Hjóladeild Aftureldingar Hjól

Hjóladeild Aftureldingar hefur náð samkomulagi við Ingvar Ómarsson sem mun ganga liðs við deildina. Ingvar mun hann sjá um þjálfum á okkar fólki á næsta ári og mun hann hefja störf eftir áramót.

Tímasetningar á æfingum munu liggja fyrir von bráðar en stefnt er að einni inni æfingu í WC á viku og æfinga program með fleiri æfingum, fyrir þá sem vilja.

Ingvar þarf varla að kynna en hann er margfaldur Íslands- og bikarmeistari bæði á Götu- og Fjallahjólum. Við í Hjóladeildinni erum hrikalega ánægð að fá hann til liðs við okkur, maðurinn er hafsjór af fróðleik og reynslu og við hlökkum til sjá ykkur á nýju ári.