Þóra María frá keppni út tímabilið vegna meiðsla

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Þóra María Sigurjónsdóttir, lykilmaður í meistaraflokksliði Aftureldingar í handbolta, mun ekki leika meira með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla. Þóra María sleit krossband í vinstra hné á æfingu fyrir skömmu.

Þóra er 18 ára gömul og hefur leikið alla leiki Aftureldingar á tímabilinu í stöðu leikstjórnenda eða vinstri skyttu. Hún hafði skorað 34 mörk og gefið 11 stoðsendingar í deildinni.

Við hjá Aftureldingu óskum Þóru Maríu góðs gengis í endurhæfingunni og vitum að hún mun snúa aftur á völlinn sterkari fyrir vikið.