Um liðna helgi fór fram stærsta strandblakmót sem haldið hefur verið á Islandi.en það var fyrsta stigamót sumarsins. Strandblaksmótaröðinni lýkur svo með Íslandsmóti í ágúst. Einnig var spilað í U15 ára unglingaflokki drengja. 82 lið skráðu sig á mótið og var spilað í 5 kvennadeildum og 4 karladeildum. Til að fá að spila í efstu deild þá þarf viðkomandi að eiga stig frá fyrra sumri eða sækja um „wild card“ í deildina. Mikið af Aftureldingarfólki tók þátt í mótinu og áttum við sigurvegarar í 3.deild kvenna, þær systur Velinu og Kristinu Apostolova. Bronsleikinn í 1.deild kvenna spiluðu Aftureldingardömurnar, Perla Ingólfsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir við þær mæðgur Guðrúnu E Sveinsdóttur og Daníelu Grétarsdóttur sem fóru með sigur af hólmi og hlutu því bronsverðlaun á mótinu. Í 1.deild karla spiluðu til úrslita Piotr Kempisty og Mateusz Blic og unnu þeir þann leik sannfærandi og stóðu því uppi sem sigurvegarar án þess að tapa leik. Sigþór Helgason tóku bronsið ásamt meðspilara sínum Hafsteini Valdemarssyni. Spilað var í Laugardal. Fagralundi og Garðabæ. Blakdeildin hvetur alla til að nýta sér völlinn okkar góða á Stekkjarflöt en Piotr verður með námskeið fyrir börn og unglinga þar og eru allir velkomnir.