Háspenna að Varmá.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

N1 deild handbolti umspil

Afturelding sló út Selfoss í umspili um laust sæti í N1 deildinni í þriðja leik liðana í gær.
Lokatölur urðu 23-21 eftir að staðan í hálfleik var 11-8 fyrir heimamenn.
Þetta var háspennuleikur þar sem sterkar varnir og markavarsla var í fararbroddi en sóknarleikur beggja liða var ekki  góður.

Gestirnir komust í 0-1 en eftir það leiddu heimamenn en sprækir og baráttuglaðir Selfyssingar gáfust aldrei upp og náðu að jafna leikinn ítrekað, en Afturelding hafði að lokum tveggja marka sigur í miklum baráttu leik.
Varnarleikurinn var mjög góður, sérstaklega í fyrri hálfleik og Davíð stóð sig mjög vel í markinu allan tímann, auk þess var Sverrir öflugur i sókninni og gerði 8 mörk.
 
Næstu leikir í umspilinu eru gegn Stjörnunni úr Garðabæ og það lið sem sigrar í tveimur leikjum vinnur sér sæti í N1 deildinni næsta vetur.
Fyrsti leikurinn gegn Stjörnunni er á föstudag kl 19.30 að Varmá og eru allir hvattir til að mæta í rauði og hvetja Aftureldingu til sigurs í þessum mikilvæga leik.

Áfram Afturelding….