Sundþjálfari – Afturelding

Sunddeild Aftureldingar Sund

Staða yfirþjálfara hjá Sunddeild Aftureldingar er laus til umsóknar.  Óskað er eftir að þjálfari geti tekið til starfa um miðjan ágúst n.k..
Starfssvið yfirþjálfara felst meðal annars í:
• þjálfun á elstu hópum deildarinnar
• yfirumsjón með öllum hópum deildarinnar
• umsjón með skráningum á sundmót
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun og menntun á sviði íþróttafræða.  Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga og vera þeim góð fyrirmynd. 
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist á netfangið sund@afturelding.is fyrir 21. maí 2012.
Nánari upplýsingar eru veitir Geir Rúnar í gegnum netfangið sund@afturelding.is.