Fjölmenni á Herrakvöldi knattspyrnudeildar

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Þótti þetta fyrsta herrakvöld takast vel en Hansi kokkur reiddi fram þríréttaðan veislumat, Gísli Einarsson stýrði dagskrá og Gréta Salóme mætti með fiðluna svo eitthvað sé nefnt.

Dregið var úr fjölda happdrættisvinninga auk þess sem þjálfara meistaraflokkanna héldu tölu. Stefnt er að þetta verði árviss viðburður og að dömukvöld verði haldin á haustin.