Hjóladeild Aftureldingar er nýjasta deildin okkar. Þrátt fyrir það eru hátt í 70 iðkendur skráðir í deildina. Við hvetjum ykkur til að fara á facebook síðu deildarinnar sem og heimasíðu Aftureldingar og kynna ykkur starfið hjá þessum kröftuga hóp.
Hjóladeildin sendir Mosfellingum og öðrum skilaboð:
Komdu að hjóla !
Auðlegð Mosfellsbæjar, sveit með sögu, landnámsjarðir og Stekkjarstaur, nándin við náttúruna, dalirnir, fellin og fjallahjól, götuhjól og hjólastígar, og þú í miðju þessa.
Í hjóladeild Aftureldingar eru hjólarar sem njóta þessarar auðlegðar, útiveru, heilsubótar, félagsskapar og fjölbreyttra leiða.
Margfaldur íslandsmeistari Ingvar Ómarsson kennir okkur tæknina við að ná sem mestu út úr hjólinu og okkar líkamlegu getu óháð aldri og efnum. Auk valinkunnra aðila sem kallaðir eru til að uppfræða um dekkjaskipti, hjólakeðju og viðhald hjólsins.
Komdu og vertu með, bara gaman.