7. júní – 19. júní 2012.
Kl: 09:00 – 12:00 6. flokkur ( 2001 – 2002 )
Kl: 12:30 – 15:30 5. flokkur ( 1999 – 2000 )
Kl: 16:00 – 17:45 7. flokkur ( 2003 – 2004 )
23. júlí – 4. ágúst 2012. mán – föstudag
Kl: 09:00 – 12:00 6. flokkur ( 2001 – 2002 )
Kl: 12:30 – 15:30 5. flokkur ( 1999 – 2000 )
Kl: 16:00 – 17:45 7. flokkur ( 2003 – 2004 )
Handboltaakademía Aftureldingar sumarið 2012 fer fram á tveimur tveggja vikna námskeiðum. Námskeið 1 verður frá 7. – 19. Júní og Námskeið 2 verður frá 23. Júlí – 4. Ágúst. Þetta er tvö stök námskeið og eru þau opið öllum hvort sem viðkomandi hefur æft handbolta eða ekki. Markmiðið er að þeir sem ekki hafa æft handbolta fái að prófa íþróttina og fá æfingu í grunn atriðum handbolta. Fyrir þá sem æfa eða hafa æft handbolta er markmiðið að auka færni í hreyfingum, skotum, sendingum ofl. ásamt því að lögð verður áhersla á kennslu í viðeigandi styrktaræfingum fyrir tiltekinn aldur. Námskeiðið fer fram bæði innandyra í íþróttamiðstöðinni að Varmá og einnig utandyra á svæðinu í kringum íþróttmiðstöðina. Lögð verður áhersla á einstaklingsæfingar, tækniæfingar, s.s. varnarvinnslu, sendingar, skot og finntur ofl. Farið verður inná grunn í “næringarfræði”. Þ.e.a.s. farið verður yfir mikilvægi rétts mataræðis bæði fyrir almenna heilsu, en einnig fyrir árangur í íþróttum. Þar verður þeim gert ljóst hversu miklu máli það skiptir hvað þeir láta ofan í sig. Farið verður í grunn styrktarþjálfun fyrir börn, unnið með eigin þyngd og kenndar einfaldar styrktaræfingar. Umfram allt á þetta að vera fjölbreytt og skemmtilegt. Sjálfur verð ég leiðbeinandi á námskeiðinu og fer eftir þátttöku hvort að ég hafi með mér aðstoðarmann.
Gjald á námskeið er 12.000 kr fyrir 5 og 6 flokk.
Gjald á námskeið er 10.000 kr fyrir 7 flokk.
Innifalið í gjaldinu eru æfingar, vatnsbrúsi, æfingabolur og grillveisla síðasta daginn.
Þeir sem hafa áhuga senda mér tölvupóst á thrandur@roth.is
Einnig ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að senda mér póst.
Kveðja Þrándur Gíslason Roth