Íslandsmeistaramót unglinga 12-17 ára var haldið laugardaginn 15. maí 2021 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með tvo keppendur á mótinu, þau Oddnýju og Gunnar en þau kepptu bæði í elsta flokkinum, 16-17 ára. Úrslit mótsins má nálgast hér.
Oddný Íslandsmeistari 16-17 ára stúlkna
Oddný vann 16-17 ára flokkinn nokkuð örugglega annað árið í röð. Hún lýkur því keppni í unglingaflokki með þann frábæra árangur að hafa komist á pall öll keppnisárin sín, en hún vann brons árin 2016, 2017 og 2018 og síðan þá hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn 3 ár í röð í sínum aldursflokki.
.
.
Gunnar með brons – 16-17 ára piltar
Gunnar Haraldsson keppti í erfiðum flokki 16-17 ára, en í honum eru tveir piltar sem hafa æft og keppt með landsliði Íslands í nokkur ár. Gunnar stóð sig frábærlega og var í öðru sæti eftir riðlakeppnina, og því keppti hann um brons sem hann vann örugglega. Frábær árangur hjá Gunnari, ungur og efnilegur karatemaður.
Tveir dómarar voru frá deildinni á mótinu, þau Elín og Þórður