Mótið var sett við hátíðlega athöfn á Varmárvelli á föstudag og eru, eins og áður segir, vel á 3. hundrað keppenda á aldrinum 6 til 14 ára skráðir til keppni. Þátttakendurnir koma víða að af landinu og leggja sig alla fram í stökkum, hlaupum og köstum af ýmsu tagi.
Í dag, laugardag, mætti landsliðsfólk í frjálsum á svæðið og tók að sér að dæma í nokkrum greinum. Laugardeginum lauk með fjörugu sundlaugarpartýi og síðan kvöldvöku í íþróttahúsinu þar sem var rífandi stemmning.
Á morgun, sunnudag, heldur keppnin áfram og þegar henni er lokið mæta á svæðið hópur bestu spjótkastara landsins sem munu reyna með sér í sinni grein. Móti Gogga galsvaska árið 2012 lýkur síðan með grillveislu kl 14-16.