Frábær frammistaða á AMÍ

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sunddeildin stendur í ströngu um helgina þar sem nú er í gangi aldursflokkameistaramót Íslands  í sundi (AMÍ) á vegum Sundssambands Íslands.  AMÍ aldursskipt meistarmót í sundi þar sem keppt er beint til úrslita. Lágmörk þarf að ná í hverri grein til að mega taka þátt og hafa krakkarnir verið að stefna að því að ná lágmörkum á sundmótum í allan vetur.  Í ár á Afturelding metfjölda þátttakenda en 10 krakkar náðu lágmörkum inn á mótið. Þau eru öll að standa sig mjög vel og eru félaginu til sóma. Eftir fyrstu tvo dagana hefur Afturelding unnið til fimm verðlauna.
Davíð Fannar Ragnarsson (14 ára) varð aldursflokkameistari Íslands í flokki 13 – 14 ára  í 400m fjórsundi, ásamt því að verða annar í 100m skriðsundi og þriðji í 1500m skriðsundi.
Bjartur Þórhallsson (12 ára) vann til verðlauna í flokki  12 ára og yngri þar sem hann varð annar í 400m fjórsundi og 100m skriðsundi.