Afturelding efst eftir fyrri hluta Íslandsmótsins

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Fyrri hluti Íslandsmótsins í blaki fyrir  U12, U14, og U16 ára aldursflokka var haldið að Varmá um helgina. Leiknir voru 99 leikir þar sem samtals  44 lið  tóku þátt.  Liðin komu frá 10 félögum alls staðar af landinu.

Afturelding sendi 2 lið í U12 stúlkna og einnig lið í U16 pilta og stúlkna. Stúlkurnar í U16 gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki á mótinu og sitja því í efsta sæti fyrir seinni umferðina sem verður spiluð í vor.  Alls eru 11 lið skráð í  U16 stúlkna svo þetta er frábær árangur hjá þeim.