Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 29. janúar – 6. febrúar 2022. Þetta er í 15 sinn sem leikarnir voru haldnir og tíunda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í Laugardalshöllinni sunnudaginn 30. janúar 2022. Keppendur voru 81 talsins frá 10 félögum, þar af þrír frá Skotlandi og sex frá Svíþjóð.
Að þessu sinni var Þóður Jökull eini keppandi Aftureldingar, en hann keppti í kata karla (kata male senior). Þórður vann alla bardagana sína örugglega og varð hann því Reykjavíkurmeistari í karlaflokki.
Einnig voru tveir dómarar frá deildinni, þær Anna Olsen og Elín Björg Arnarsdóttir.
Úrslit mótsins má finna hér.