RIG – 2022

Sunddeild Aftureldingar Sund

Fyrsta mót ársins fór fram um helgina, áttum við þrjá keppendur á mótinu þær Ásdísi Gunnarsdóttir, Birtu Rún Smáradóttir og Línu Rut Halldórsdóttir. Á mótinu kepptu 5 erlend lið frá Færeyjum, Noregi, Grænlandi og Danmörku. 4 ólympíufarar mættu til leiks og er þetta eitt sterkasta mót ársins hér á landi.

Ásdís keppti til úrslita í 50m bak, 50m skrið, 100m bak og 100m bringu, sló hún aldursflokkamet Aftureldingar 14 ára og yngri í öllum sundum. Nældi hún sér einnig í eitt gull í 50m bak og þrjú silfurverðlaun í 50m skrið, 100m bak og 100m bringu í flokki 14 ára og yngri.

Birta keppti til úrslita 50m bringu, 100m bringu og 100m skrið, sló hún Aftureldingarmet í opnum flokki í öllum greinum. Lenti hún í 3 sæti í 50m bringu í opnum flokki, sem er virkilega flottur árangur.

Lína keppti í 50m bak og bætti sig um 3 sek. Mjög flott mót hjá henni þar sem þetta er fyrsta mótið á þessu styrkleika sem hún keppir á.