Hlaupanámskeið Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Frjálsar

8 vikna hlaupanámskeið fyrir öll getustig, allt frá byrjendum til þeirra sem hafa hlaupið í lengri tíma.
Námskeiðið sameinar hlaupaæfingar, markvissa styrktarþjálfun, fræðslu um næringu og aðra þætti sem skipta lykilmáli fyrir árangur og ánægju á hlaupunum.
Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 3. febrúar í Vallarhúsinu að Varmá. Honum verður einnig streymt HÉR. 

Markmiðið er að námskeiðið marki
upphaf hlaupahóps Aftureldingar

Miði í Álafosshlaupið þann 12 júní er innifalinn í námskeiðinu og ýmis afsláttarkjör í boði.

Skráðu þig HÉR

Þjálfarar eru þau Birna Varðardóttir og Arnaldur Birgir Konráðsson (Coach Birgir)

Birna hefur æft hlaup og frjálsar íþróttir frá unga aldri, og skipað sér í flokk fremstu millivegalengda- og langhlaupara hérlendis. Hún hefur einnig keppt í kraftlyftingum og tekið þátt í ýmsum þrekmótum/áskorunum í gegnum tíðina. Birna er með meistarapróf í íþróttanæringarfræði frá Maastricht háskóla í Hollandi, og starfar í dag sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.

Birgir (Coach Birgir) hefur yfir 25 ára reynslu af þjálfun einstaklinga, hópa og íþróttaliða. Sjálfur hefur Birgir stundað hlaup í mörg ár og lokið fjölda hálf og heil maraþona í bland við enn lengri hlaup á borð við 110 km hlaup í Sahara eyðimörkinni, Útmeða styrktarhlaup í kringum landið með góðum hópi fólks til styrktar Geðhjálp og margt fleira. Birgir starfar í dag ásamt Lindu eiginkonu sinni undir Coach Birgir þar sem þau bjóða upp á þjálfun, markmiðasetningu, ráðgjöf o.fl