Smámót Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingSund

Á föstudaginn sl. fór fram smámót Aftureldingar í Lágafellslaug.

Mótið er haldið fyrir yngri flokka deildarinnar og er hugsað sem byrjendamót. Hátt í 30 keppendur tóku á aldrinum 6 til 10 ára tóku þátt á mótinu og stóðu þau sig með prýði. Mikil fjölgun hefur átt sér stað í yngri flokkum deildarinnar síðustu ár og gaman að sjá krakkana stækka og dafna.

Eftir mótið var svo boðið upp á pylsur og ís fyrir þreytta og sátta krakka, sem áttu það svo sannarlega skilið.