Förum öflug saman inn í nýtt handbolta-ár.

Handknattleiksdeild AftureldingarFréttir, Handbolti

Förum öflug saman inn í nýtt handbolta-ár

 

Það hefur verið nóg að gera hjá barna- og unglingaráði handboltans síðustu daga. Þann 20. nóvember var mót hjá 7.fl. kvenna, Cheerios-mótið og mættu rúmlega 300 stelpur á mótið.

Sunnudaginn 27. nóvember var svo mót hjá 8.fl. karla og kvenna, Gifflar-mótið og mættu yfir 500 krakkar á mótið.

Mótin gengu mjög vel fyrir sig og fóru allir kátir og glaðir heim með verðlaunapening ásamt gjöfum frá okkar styrktaraðilum, sem voru frá Nathan & Olsen og ÓJ&K – Ísam

Því hafa um 800 krakkar heimsótt okkur síðustu daga og yfir þúsund foreldrar sem fylgdu börnunum og studdu þau.

Við viljum færa öllum þeim sem aðstoðuðu við mótin, okkar bestu þakkir fyrir.

Hátíðirnar er framundan og svo tekur við nýtt ár með nýjum áskorunum . Við stefnum á að halda fyrirlestra tengda iþróttaiðkun í janúar og fund með foreldrum þeirra barna sem fara á Partille 2024. Markmið þessa fundar er að mynda  fjáröflunarráð og byrja að safna fyrir þá ferð. Markmiðið er stórt. “Frítt á Partille 2024”.

Það verður þó að segjast að aðstöðuleysi Aftureldingar hrjáir okkur mikið á svona mótum. Anddyri og móttaka þola illa álíka fjölda og þarna var saman kominn og t.a.m. var ansi þröngt á þingi þegar verðlaunaafhending fór fram. Við vonum að núverandi bæjarstjórn ætli að taka vel á þeim málum sem allra fyrst.

 

Stjórn BUR handbolta Afturelding