Karatesýning 24.nóvember í Varmá

Karatedeild AftureldingarKarate

Allir karateiðkendur deildarinnar munu taka þátt en þetta verður gott tækifæri fyrir fjölskyldur og aðstandendur iðkenda til að kynnast karatestarfinu betur.
Dagskráin verður í tæpan klukkutíma en yfirþjálfari deildarinnar, Willem Verheul, hefur sett hana saman. Farið verður yfir kata, kumite og aðra tækni og Willem mun útskýra fyrir áhorfendum jafn óðum og sýnt er. Að lokinni sýningu verður áhorfendum boðið að skoða karatebúnaðinn sem er notaður og ef fólk vill, þá má prófa!
Aðgangseyrir 500 kr – frítt fyrir 12 ára og yngri