Uppskeruhátiðin fór vel fram

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Sérstök hátíð var fyrir yngstu börnin fyrir hádegi þar sem þau gátu spreytt sig í ýmsum íþróttagreinum undir umsjón iðkenda í viðkomandi greinum. 
Uppskeruhátíð eldri iðkenda hófst síðan kl. 15. Jón Jónsson íþrótta- og tónlistarmaður hóf leikinn með spjalli, söng og spili. Það var glæsilegur hópur iðkenda sem var kallaður upp á svið til að taka við viðurkenningum fyrir ástundun og framfarir. Hátíðinni lauk með því að tilkynnt var um íþróttafólk deilda en úr þeim hópi valdi aðalstjórn íþróttafólk félagsins, þau Láru Kristínu Pedersen og Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban.