Ungmennafélagið Afturelding auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra félagsins.
Afturelding er ört stækkandi fjölgreinafélag með 11 deildir starfræktar og um 2000 iðkendur.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og fjárreiðum félagsins, gerð áætlana og ásamt íþróttafulltrúa styður við deildir félagsins í öllu þeirra starfi. Framkvæmdastjóri er tengiliður félagsins við UMSK, ÍSÍ, UMFÍ sem og þau sérsambönd sem félagið er aðili að, hann er einnig tengiliður félagsins við Mosfellsbæ sem á og rekur þau mannvirki sem félagið hefur aðgang að.
Hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, reynsla af fyrirtækjarekstri er kostur, góð hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
Starfið er laust frá 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Kristín Jónsdóttir, formaður félagsins.
Umsóknir og upplýsingar sendist á netfangið adalstjorn@afturelding.is