Undanúrslit Íslandsmótsins framundan

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Strákarnir í 9.flokki karla leika til undanúrslita um Íslandsmeistaratitill mánudaginn 6. maí n.k. gegn Stjörnunni í Ásgarði Garðabæ. Leikurinn hefst kl 17.30. Bæði lið hafa leikið vel í vetur. Stjörnumenn enduðu efstir í töflunni og fá því heimaleik gegn okkar strákum sem enduðu í 4. sæti deildarinnar eins og fyrr segir.

Þetta er í fyrsta skiptið sem flokkur frá körfunni kemst í undanúrslit í efstu deild (hæsta leveli í sínum árgangi) og er í beinni keppni um Íslandsmeistaratitilinn og gaman væri að fá góðan stuðning í stúkunni. Liðin hafa mæst tvisar sinnum í deildarkeppninni en Stjörnumenn sigruðu fyrri leikinn með 10 stiga mun í Varmá en strákarnir okkar sigruðu með 7 stigum í Ásgarði. Allar líkur er því á mjög spennandi leik en Stjörnumenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar.

Veturinn hefur verið frábær hjá þessum strákum okkar og vonandi ná þeir að gera hann stórkostlegan með því að komast í úrslitaeinvígið og með dugnaði og vinnusemi er allt hægt. Í hinum undanúrslitaleiknum leikur KR gegn Fjölni.

Allir á völlinn !

Áfram Afturelding Körfubolti