Hjólasumarið 2024

Ungmennafélagið Afturelding Hjól

Nú er tímabilið sem við höfum öll verið að bíða eftir loksins að hefjast.

Í sumar verðum við með fjallahjólaæfingar fyrir unglinga frá 23. apríl til 15. október. Æfingarnar verða tvisvar í viku kl. 17:30 og farið er frá Varmá.
Þjálfarar verða Jóhann Elíasson og Ingvar Ómarsson.

Æfingar unglinga miða við fjallahjól en rafmagns fjallahjól eru einnig velkomin.

Æfingar fyrir 18 ára og eldri eru á þriðjudögum með þjálfara og samhjól á fimmtudögum og laugardögum.
Einnig eru samhjól fyrir rafmagnshjól og kvenna samhjól á miðvikudögum.

Æfingarnar miða við fjallahjól en rafmagnshjól og gravel hjól eru einnig velkomin.

Nánari upplýsingar um dagskránna má finna í tímatöflu.