Blakið komið á fullt – Komdu í blak !!!

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Blakdeild Aftureldingar býður öllum yngri iðkendum að koma og prufa að æfa í september. Hér er æfingatafla yngri flokka hjá félaginu með upplýsingum um þjálfara hvers flokks. Allar æfingar fara fram að Varmá í blaksalnum,  sem er salurinn uppi og stundum kallaður  „Gamli salururinn“  því það er upphaflega íþróttahúsið og var einu sinni eini salurinn.  Yfirþjálfari BUR er Atli Fannar sem er leikmaður með meistaraflokknum okkar og landsliðsmaður í blaki og hefur tekið þátt í öllum yngri landsliðum Íslands. Hann er menntaður íþróttafræðingur frá HÍ.

Þann 2.september byrjuðu neðri deildirnar okkar að æfa ásamt Barna-og Unglingahópunum.

Byrjendablak fyrir fullorðna hófst 9.september og er orðið fullt á það námskeið.