Thelma Dögg á leið í forkeppni fyrir Ólympíuleika unglinga í strandblaki.

Blakdeild AftureldingarBlak

Í drengjaliðinu sem keppir í forkeppninni í Berlín verða Theódór Óskar Þorvaldsson og Lúðvík Már Matthíasson og í stúlknaliðinu þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir en í þeirri keppni fá aðeins keppendur að taka þátt sem fæddir eru frá 1996 til 1999.

Evrópska blaksambandið hefur unnið hörðum höndum að því að koma sem flestum liðum í forkeppni en nú leika 34 lið í stúlknaflokki og 32 í drengjaflokki. Ísland lenti í-A riðli með Þýskalandi, Belgíu og Noregi og er spilað í Berlín 11. ágúst.

Að loknu móti í Berlín fer hópurinn áfram til Noregs og keppir í NEVZA-móti unglinga í Drammen 14. og 15. ágúst. Þar hittir Berglind Gígja Jónsdóttir hópinn en hún og Elísabet hafa leikið í dönsku úrvalsdeildinni í strandblaki í sumar með góðum árangri og spila þær stöllur fyrir Íslands hönd á mótinu í Noregi en þeir Lúðvík og Theódór taka þátt í drengjaflokknum.