Ósigur í Laugardalnum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Leikið var óvenjulega snemma vegna annarra viðburða í Laugardalnum og hvort sem það var því um að kenna eða rigningunni og rokinu þá náðu okkar stelpur aldrei almennilega takti í leiknum sem var ekkert sérstaklega fyrir augað. Heimaliðið var neðst í deildinni án stiga og Afturelding því talið sigurstranglegra fyrirfram.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og lauk án þess að liðunum tækist að skora og sá síðari var ekki fréttnæmari fyrir utan mark Þróttar sem kom strax eftir hlé eftir hornspyrnu.

Færi Aftureldingar voru af skornum skammti og líklega er best að reyna að gleyma þessum leik sem fyrst. Baráttan var þó sem betur fer til staðar allan leikinn og stelpurnar gerðu hvað þær gátu þar til dómarinn flautaði leikinn af og verða ekki sakaðar um uppgjöf þó hlutirnir hafi ekki gengið upp í þessum leik.

Næsti leikur er á fimmtudaginn kemur á Varmárvelli gegn Selfossi.