Atli Fannar Pétursson, yfirþjálfari BUR hjá Blakdeild Aftureldingar hefur undanfarna daga dvalið á Írlandi á þjálfaranámskeiði á vegum Alþjóða Blaksambandsins FIVB, en alþjóðlegu þjálfaragráðurnar eru; FIVB1, FIVB2 og FIVB3 og var Atli Fannar að klára FIVB1.
Eftir því sem við komumst næst þá er Atli Fannar fyrsti íslenski þjálfarinn til að taka þetta námskeið en nokkrir erlendir þjálfarar sem starfa hér á landi hafa lokið námskeiðinu. Þar á meðal nýr þjálfari meistaraflokkanna okkar, Tamas Kaposi.
Auk þess fékk Atli sérstök verðlaun þar sem hann hlaut hæðstu einkunn í bæði bóklega og verklega náminu á námskeiðinu en allst tóku 29 þjálfarar þátt, 26 frá Írlandi og 6 annars staðar frá.
Við óskum Atla Fannari innilega til hamingju með þennan áfanga og frábæran árangur og hlökkum til að njóta góðs af.
Blakdeildin er ákaflega stolt af því að hafa hann innan sinna raða og hlökkum til og að fylgjast með honum í framtíðinni.