Vilberg þjálfari og aðstoðarmenn hans hafa unnið frábært starf með strákana en alls á flokkurinn fjögur lið í úrslitakeppni Íslandsmótins sem er að hefjast.
A-liðið vann sinn riðil með yfirburðum og vann alla leiki nema einn sem lauk með jafntefli. B-liðið bætti um betur og vann alla sína leiki og þessi lið taka þátt í úrslitariðli á Fjölnisvelli um helgina.
C-liðið lék vel og tapaði aðeins einum leik en kemst einnig í úrslit. D1-liðið vann sinn riðil og tapaði ekki leik og komst í úrslit en D2 liðið rétt missti af sæti þar en þeir urðu í þriðja sæti í sínum riðli. Úrslit C og D liða eru um næstu helgi og á eftir að útnefna leikstað þegar þessi frétt er skrifuð.
Knattspyrnudeild óskar strákunum og aðstandendum þeirra til hamingju með flottan árangur í sumar og þakkar Villa þjálfara og aðstoðarþjálfurum hans, Gunnari Andra og Sindra Snæ fyrir glæsilegt sumar. Gangi ykkur vel í úrslitariðlunum !
Meðfylgjandi mynd er frá N1 mótinu í sumar þar sem 5.flokkur tók þátt með prýðisárangri.