Sigga spilar ekki meira með í sumar

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Sigga er nemandi í Háskólanum í Reykjavík í heilbrigðisverkfræði og haustönnina mun hún taka í skiptinámi í Barcelona í háskólanum Universitat Pompeu Fabra sem er samstarfsskóli HR. Hún kemur heim um jólin – nema ef FC Barcelona skyldi þurfa á framherja að halda !

Sigga hefur allan sinn ferill leikið með Aftureldingu og er líklega leikja- og markahæsti uppaldi leikmaður félagsins frá upphafi. Hún er búin að leika  92 leiki fyrir meistaraflokk Aftureldingar og skora 28 mörk. Sigga var kjörin knattspyrnukona Aftureldingar 2011 og Íþróttakona Mosfellsbæjar sama ár. Hún á að baki 8 leiki með U-17 og 3 leiki með U-19 og var í  U-19 liðinu sem fór í lokakeppni EM 2009.

Knattspyrnudeild þakkar Siggu fyrir sumarið og óskar henni góðs gengis í náminu ytra. Sjáumst aftur um jólin !