Blakliðin okkar á ferð og flugi um helgina

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Afturelding Steve Öxl í 3.d kk

Afturelding Steve Öxl í 3.d kk

Það var mikið um að vera í blakinu um allt land um liðna helgi  þó að ekki hafi verið spilað í Úrvalsdeildum karla og kvenna. Fyrsta helgin af þremur í Íslandsmóti neðri deilda var spiluð á sex mismunandi stöðum.  Spilað er í 7 kvennadeildum sem allar hafa 12 lið og í þremur karladeildum. Afturelding er með samtals 7 lið í Íslandsmóti neðri deilda og þar af 2 unglingalið, U14 og U16 stúlkur. Auk þess spila ungu stúlkurnar okkar í U20 í 1.deild kvenna sem er spiluð heima og að heiman.  Kvennaliðin fjögur heita eftir tónlistarfólki og hljómsveitum úr bænum okkar. (Jr, DNA, Kaleo og GDRN)

 

Aftuelding Jr í 2.d kvk

Afturelding DNA í 3.d kvk

Afturelding U16 í 4.d kvk

Afturelding U16 í 4d kvk

Afturelding Kaleo í 4.d kvk

Afturelding Kaleo í 4.d

Afturelding GDRN í 5.d kvk

Afturelding GDRN í 5.d kvk

Afturelding Jr spilaði í 2.deild kvk á Akureyri, Afturelding DNA spilaði í 3. d kvk á Húsavík,  Afturelding Steve Öxl spilaði í 3d kk á Akureyri, Afturelding KALEO spilaði í 4.d kvk á Dalvík, ásamt Aftureldingu U16 stúlkna, Afturelding GDRN spilaði í 5.deild í Snæfellsbæ og Afturelding U14 stúlkna spilaði í 7.deild á Laugarvatni og voru þær  að stíga sín fyrstu skref í 6 manna blaki.

Afturelding U14 í 7.d kvk

Afturelding U14 í 7.d kvk

Næsta mót verður haldið í Myntkaup Höllinni að Varmí í janúar og eftir það mót kemur í ljóst hvort liðin spili í efri eða neðri úrslitum á þriðja mótinu sem sker úr um hvort liðin fari upp um deild, haldi sér eða falli um deild. Úrslit allra deilda er að finna hér

Afturelding U20 í 1.deild kvk

Afturelding í U20 í 1.d kvk