Um liðna helgi fór fram Haustmót U12 og fyrsti hluti af Íslandsmóti yngri flokka í blaki. U12, U 14 og U16 kvennaliðin spiluðu í Kópavogi og drengirnir í U12,U14 og U16 spiluðu í Laugardalshöllinni.
Afturelding sendi 6 lið á mótin sem öll stóðu sig mjög vel og það sem mikilvægast er að öll skemmtu sér frábærlega.

U12 stelpurnar enduðu í 5, sæti af 14 liðum.
Hjá U14 og U16 var þetta fyrsta mótið af þremur. Eftir tvö fyrstu mótin raðast liðin í A og B deildir.
Eftir fyrsta mótið þá eru strákarnir okkar í U14 í 3.sæti af 12 liðum.
Afturelding rauðar í U14 kvk sem spila í A deildinni enduðu þetta mót í 5.sæti og Afturelding svartar í 4 sæti.

Afturelding A í U16 kvk endar þetta mót í 4.

sæti af 12 liðum og Afturelding B í U15 kvk endar þetta mót í 4.sæti af 6 liðum.


Við óskum þessum flottu blökurum og þjálfurum þeirra til hamingju með glæsilegan árangur á mótinu en næsta mót er Bikarmót U14 og U20 sem haldið verður af Blakdeild Aftureldingar 28-30.nóvember

