Um síðustu helgi, 29. og 30.nóvember fór fram Bikarmót fyrir U14 og U20 aldurshópa í blaki í Myntkaup-höllinni að Varmá í umsjón Blakdeildar Aftureldingar.
Afturelding var með 2 lið í U14 stúlkna og lentu þau bæði í 3.sæti í sínum deildum, Afturelding Rauðar í A deild og Afturelding/KA sem spilaði í B deildinni. Afturelding átti einnig þrjá drengi í U14 sem spiluðu með liði Þróttar Nes og enduðu þeir sem Bikarmeistarar í U14 drengja.

Afturelding átti einnig lið í U20 kv sem flestar eru ennþá að spila í U16 og gerðu þær sé lítið fyrir og unnu B deildina og urðu því Bikarmeistarar B deildar í U20 en aðeins 2 af leikmönnun liðsins detta úr aldurshópunum á næstu leiktíð, svo þetta er frábær árangur hjá þessum ungu stúlkum okkar.
Spilaðir voru næstum 100 leikir þessa 2 daga og endaði mótið á því að A liðin í U20 karla og kvenna spiluðu úrslitaleikina á keppnisvellinum í blaksalnum í beinni útsendingu á YouTube rás Blakdeildar Aftureldingar við mikla gleði foreldra heima við, því landslbyggðarliðin KA og Þróttur Nes áttust við kvennamegin og þar bara KA sigur úr bítum. Karlamegin voru það Vestri og KA sem kepptu um bikarinn og fór hann til Vestra á Ísafjörð
Einn leikmaður Vestra spilar einmitt með karlaliði Aftureldingar en það er Pétur Örn Sigurðsson sem kom til Aftureldingar í haust.
Við óskum öllum liðum til hamingju með titlana og BUR blakdeildar til hamingju með frábært mót sem gekk vel fyrir sig þó alltaf megi bæta bæta við foreldrum í vinnu á svona stórum mótum.
Blakdeildin þakkar starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar kærlega fyrir aðstoð og velvild á mótinu.

