U18 ára landslið Íslands í blaki tekur nú þátt í Evrópumóti Smáþjóða í Dublin á Írlandi. Mótið er einnig undankeppni Evrópumótsins 2026 (CEV) og veitir sigur á mótinu þátttökurétt á Evrópumótinu.
Í dag, miðvikudag kl 17:00 spilar íslenska kvennaliðið úrslitaleikinn á mótinu eftir að hafa sigrað andstæðinga sína frekar létt. Þær spiluðu við Færeyjar, N-Írland og Lichtenstein. Úrslitaleikinn spila þær aftur við Færeyjar sem unnu sinn undanúrslitaleik í gær.
Emilía Dís Júlíusdóttir sem spilar með U16 ára liði Aftureldingar er fulltrúi okkar í íslenska liðinu og hefur staðið sig frábærlega í leikjunum hingað til.
Aðalþjálfari U 18 kvenna kemur einnig úr okkar röðum en það er Thelma Dögg Grétarsdóttir.
Við óskum þeim og íslenska landsliðinu góðs gengis í úrslitaleiknum.
Áfram Ísland

