Meistaraflokkur kvenna – Áheitahlaup 13.október

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Meistarflokkur kvenna í handbolta spilar í Olísdeildinni, eða efstu deild þetta keppnistímabil, líkt og í fyrra.  Mikill hugur og uppbygging er í kvennaboltanum hjá Aftureldingu.  Mikið og öflugt starf er unnið í yngri flokkum kvennaboltans og fjölgun iðkenda mikil. Til að styrkja meistaraflokkshópinn voru tveir ungverskir leikmenn fengnir til liðsins og er það eitt skref í átt að markmiðum meistarflokks. Til að standa straum af kostnaði taka stelpurnar sjálfar þátt í hinum ýmsu fjáröflunum.  Á fimmtudaginn 3.okt mun allur meirstarflokkur og 3.flokkur kvenna ganga í hús í bænum og safna áheitum fyrir áheitahlaup.  Sunnudaginn 13.okt ætla svo stelpurnar að hlaupa samtals um 100 km vegalengd hingað og þangað um bæinn.
Auk þess að safna áheitum verða þær með ýmsan varning til sölu.
Við viljum biðja bæjarbúa að taka vel á móti stelpunum.  Margar hendur vinna létt verk og með samstilltu átaki er hægt að ná öllum markmiðum sem hugurinn girnist.  Markmið meistaraflokks kvenna í handbolta er að spila meðal þeirra bestu eftir nokkur ár.