Afturelding í undanúrslit í bikarnum

Blakdeild AftureldingarBlak

Öruggur sigur Aftureldingar í 8 liða úrslitum bikarkeppni Blaksambands Íslands.
Afturelding vann öruggan sigur á UMFG frá Grundarfirði en liðin léku að Varmá í gær. Yfirburðir Mosfellinga voru miklir og unnu þær fyrstu hrinuna 25-4 og aðra hrinu 25-6. Í þriðju hrinu var mótspyrna Grundfirðinga meiri en hrinan endaði 25-15 fyrir Aftureldingu. 
Stigahæstar hjá Aftureldingu voru þær Karen Gunnarsdóttir með 17 stig og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 13 stig og fyrirliðinn Velina Apostolova með 12 stig. Hjá Grundfirðingum var Katrín Sara Reyes stigahæst með 5 stig. 
Þar með eru Aftureldingarkonur búnar að tryggja sig í undanúrslitin ásamt Þrótti Neskaupsstað. Í seinni tveimur leikjunum í 8 liða úrslitum kvenna eru það lið KA og Þróttar Reykjavík annarsvegar sem eigast við og hinsvegar HK – Stjarnan.
Úrslitahelgin verður síðan leikin 19-20 mars í Laugardalshöllinni en þá verður sannkölluð blakhelgi þar sem undanúrslitaleikir og úrslitaleikir karla og kvenna verða spilaðir.