N1 deild karla handbolti.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Afturelding og Fram gerðu jafntefli 23-23 í miklum spennuleik að Varmá í gær.
Fyrri hálfleikur var í járnum og var vörn og markvarsla beggja liða með ágætum en sóknarleikur beggja liða var slakur og talsvert um mistök.
Staðan í hálfeik var 12-10 fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik náðu gestirnir naumri forystu, en heimamenn voru aldrei langt undan en þegar stutt var eftir komust Frammarar 2 mörkum yfir eftir klaufagang í sóknarleik Aftureldingar.

Lokakaflinn var æsispannandi og það fór að lokum að Hilmar jafnaði´úr vítakasti fyrir Aftureldingu þegar 10 sekúndur voru eftir og Frammarar náðu ekki að nýta sér nauman tíma sem eftir var til að jafna.
Vörnin og markvarslan hjá Davíð Svans var í fínu lagi í gær og í sókninni  brá fyrir góðum köflum inn á milli en þeir þurfa að vera fleiri í hverjum leik.

Það er ljóst að lið Aftureldingar er á mikilli uppleið og á vonandi eftir að gera góða hluti í 3 umferð N1 deildarinnar. Það sem háir liðinu er eins og oft áður að menn eru að
gera of mörg mistök í sókninni auk þess sem allt of mörg dauðafæri fara forgörðum í hverjum leik. Ef næst að laga þessa hluti eru okkar verða okkar menn í fínum málum.
Það var mikil stemning á pöllunum í gær og það er hvergi meiri og betri stemning en að Varmá og er þessi stuðningur mikilvægur fyrir strákana okkar.

Áfram Afturelding