Byrjendanámskeið barna á vorönn 2012

Ungmennafélagið Afturelding

Æfingagjald fyrir byrjendur á vorönn er 15.000 kr.  Veittur er 10% afsláttur ef iðkandi ástundar aðra íþróttagrein hjá Aftureldingu.  Veittur er 25% systkinaafsláttur innan karatedeildarinnar.
Karate er alhliða líkamsþjálfun fyrir stelpur jafnt sem stráka, unga jafnt sem aldna.  Karate eykur snerpu, liðleika og þol og er einstaklingsmiðuð íþrótt.  Hægt er að horfa á karate sem bardagaíþrótt, sjálfsvörn, líkamsrækt eða lífsstíl.
Alþjóðlega karatesambandið viðurkennir fjóra mismunandi karatestíla í keppni; Shito Ryu, Goju Ryu, Shotokan og Wado Ryu. Allir þessir stílar eru iðkaðir á Íslandi og er Shito Ryu stíllinn kenndur hjá Karatedeild Aftureldingar. Deildin er meðlimur í Kobe Osaka International karatesambandinu og reglulega koma karatemenn frá sambandinu og þjálfa/gráða iðkendur deildarinnar.