Afturelding Íslandsmeistari í 3. flokki karla

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Þriðji flokkur karla í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir í dag og lagði FH í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í A-deild. Leiknum lyktaði með 3-2 sigri Aftureldingar í frábærum leik. Um 300 áhorfendur lögðu leið sína á Varmárvöll í dag til að fylgjast með frábærum leik.

Mörk Aftureldingar gerðu þeir Ísak Pétur Bjarkason Clausen og Aron Daði Ásbjörnsson sem skoraði tvívegis í leiknum. Fögnuður strákanna í leikslok var gríðarlegur en þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding verður Íslandsmeistari karla í 11-manna bolta.

Þjálfarar liðsins eru þeir Júlíus Ármann Júlíusson og Ásbjörn Jónsson. Aðstoðarþjálfari er Alexander Aron Davorsson.

Leikmannahópur Aftureldingar í 3. flokki karla – A-deild:
1             Ármann Sigurðsson        (M)
7             Eyþór Aron Wöhler
10           Arnór Gauti Jónsson
11           Róbert Orri Þorkelsson
13           Birkir Ágústsson
14           Kristófer Fannar Björnsson
15           Ísak Pétur Bjarkason Clausen
16           Aron Daði Ásbjörnsson
22           Elmar Kári Enesson Cogic
34           Patrekur Orri Guðjónsson           (F)
36           Gylfi Hólm Erlendsson

Varamenn:
5             Emil Óli Pétursson
23           Daníel Ingi Jónsson
27           Eilífur Ísar Hauksson
28           Sveinn Ómar Sigurðsson
29           Guðjón Ingi Pétursson
20           Kári Jökull Ingvarsson

Afturelding óskar strákunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!