Sigur í fyrsta leik tímabilsins

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Afturelding fer vel af stað í Grill66-deild kvenna í handbolta og vann í gærkvöld góðan útisigur á Val-U á Hlíðarenda 24-25. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var jöfn, 11-11.

Þóra María Sigurjónsdóttir var markahæst í liði Aftureldingar en hún skoraði 7 mörk í leiknum og Kristín Arndís Ólafsdóttir kom næst með 6 mörk. Ragnhildur Hjartardóttir gerði 5 mörk í leiknum.

Fyrsti heimaleikur tímabilsins fer fram næstkomandi föstudag þegar Víkingur kemur í heimsókn að Varmá.