Júlíus endurnýjar samning sinn við Aftureldingu

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Júlíus Ármann Júlíusson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Aftureldingar. Júlíus hefur starfað hjá Aftureldingu frá því vorið 2015 og mun áfram starfa sem þjálfari meistaraflokks Aftureldingar/Fram auk þess að þjálfa 3. flokk félagsins í karlaflokki.

Undir stjórn Júlíusar fagnaði Afturelding/Fram sigri í 2. deild kvenna árið 2017 og hafnaði liðið í 7. sæti á nýliðnu keppnistímabili í Inkasso-deildinni. Lið Aftureldingar/Fram hefur innanborðs marga unga og mjög efnilega leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér. Framundan er spennandi leiktíð þar sem stefnt er að því að festa liðið í sessi og fær sig nær efri hluta deildarinnar.

Júlíus gerði 3. flokk karla að Íslandsmeisturum í sumar og er þetta í fyrsta sinn sem Afturelding verður Íslandsmeistari í 11-manna bolta karla. Er það því mikið ánægjuefni að hann skuli halda áfram með þjálfun liðsins.

Afturelding lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa endurnýja samning sinn við Júlíus Ármann og bindur miklar vonir við áframhaldandi starf hans hjá félaginu.

Áfram Afturelding!

Mynd: Júlíus Ármann og Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, handsala samninginn.