Ásdís nýr fjármálafulltrúi Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Í vikunni bætist við nýr og öflugur liðsauki í starfslið Aftureldingar. Ásdís Jónsdóttir hóf þann 1. október störf sem fjármálafulltrúi Aftureldingar. Ásdís mun sjá um fjármálavinnu fyrir hönd Aftureldingar í hlutastarfi og efla gæði þeirrar vinnu.

Ásdís er viðskiptafræðingur að mennt og hefur á starfsferli sínum m.a. unnið hjá slitastjórn Landsbankans og Straumi fjárfestingafélagi. Hún hefur undanfarin tvö ár verið sjálfstætt starfandi í bókhaldi og fjármálum fyrir fyrirtæki. Ásdís er uppalin og búsett í Mosfellsbæ. Hún er í sambúð Halldóri Einarssyni húsasmið en saman eiga þau þrjú börn.

Óhætt er að segja að koma Ásdísar til Aftureldingar sé mikill happafengur fyrir félagið og væntum við mikills af vinnu hennar fyrir félagið. Nýtt starf fjármálafulltrúa mun efla skrifstofu Aftureldingar og fjárhagsvinnu deilda félagsins.